Óskað er eftir frístundaleiðbeinenda í Selið á Hvanneyri. Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 12:30-13:30 á föstudögum. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina börnum í leik og starfi. Skipulagning á faglegu frístundarstarfi Samvinna við börn og starfsfólk Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi …
Smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar
Dagana 5. og 6. október síðastliðin var haldin smiðjuhelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar en smiðjuhelgar eru fastur liður í starfi skólans. Tilgangur þeirra er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa nemendum kost á að hafa meira um val sitt að segja. Með smiðjuhelgunum fá nemendur fjölbreyttari valfög en hægt væri að bjóða upp á …
Leikskólinn Klettaborg 40 ára
Leikskólinn Klettaborg, Borgarbraut 101, tók til starfa í núverandi húsnæði 11. október 1978 og fagnar því 40 ára afmæli sínu í dag. Börn og starfsfólk hafa í sameiningu skipulagt afmælisdaginn og það verður mikið fjör og gaman allan daginn. Opið hús kl.15-16. Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir í heimsókn til okkar og þiggja veitingar. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR, …
176. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar miðvikudaginn 10. september 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 13.9. (175) Fundargerðir byggðarráðs 20.9, 26.9, 4.10, 7.10. (462, 463, 464, 465) Fundargerð fræðslunefndar 20.9. (172) Fundargerð umhverfis – skipulags – og landb.n. …
Ljósleiðari í Borgarbyggð – opnun tilboða
Dagurinn í gær markaði tímamót í undirbúningi á lagningu á ljósleiðara í Borgarbyggð. Tilboð í verklegar framkvæmdir voru opnuð hjá Ríkiskaupum klukkan 11:00 að viðstöddum sveitarstjóra, fulltrúum Ríkiskaupa og fulltrúum bjóðenda. Þrjú verktakafyrirtæki skiluðu inn tilboði í verkefnið. Eftirfarandi boð bárust: Borgarverk ehf bauð 1.032.904.586kr Þjótandi ehf bauð 1.127.938.710kr SH Leiðarinn ehf bauð 774.861.244kr Boðin verð innifela virðisaukaskatt. Verklegar framkvæmdir …
Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi
Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi fór fram dagana 5. og 6. nóvember s.l. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn er með smiðjuhelgi en til stendur að hafa aðra eins eftir áramót. Tilgangur smiðjanna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja. Nú í …
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar
Á sauðamessu í Hjálmakletti s.l. laugardag voru afhentar umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar en þær eru fjórar. Snyrtilegasta bændabýlið Sámsstaðir í Hvítársíðu Fjárbú, í eigu Ólafs Guðmundssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur, þar sem öll umhirða er til fyrirmyndar. Snyrtimennska í hávegum höfð varðandi heyskap, frágang vinnuvéla og tækja úti við, rúllustæður og girðingar. Húsum vel við haldið. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús Berugata 5 – …
Ný stjórn SSV
Á Haustþingi SSV sem fór fram 20 og 21 september s.l. var kosin ný stjórn SSV. Eftirtaldir fulltrúar sitja í stjórn: Eggert Kjartansson formaður Eyja- og Miklaholtshrepp Einar Brandsson Akraneskaupstað Bára Daðadóttir Akraneskaupstað Lilja Ágústsdóttir Borgarbyggð Guðveig Eyglóardóttir Borgarbyggð Eyjólfur Ingvi Bjarnason Dalabyggð Jósef Ó. Kjartansson Grundarfjarðarbæ Sif Matthíasdóttir Helgafellssveit Björgvin Helgason Hvalfjarðarsveit Árni Hjörleifsson Skorradalshrepp Björn Hilmarsson Snæfellsbæ Jakob …
Frá kynningarfundi í Logalandi
Kynningarfundur um málefni leik- og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal var haldinn að Logalandi þriðjudagskvöldið 2. október sl. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður á honum. Leikskólinn Hnoðraból á Grímsstöðum verður fluttur að Kleppjárnsreykjum í nýja byggingu sem verður reist við skólahúsnæði grunnskólans. Að því loknu verður rekinn á Kleppjárnsreykjum samstæður leik- og grunnskóli sem hefur í för með …
Starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Starfsmaður óskast í 50% starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi Um er að ræða 50% starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Vinnutími er samkvæmt núgildandi vaktaplani. Helstu verkefni: Öryggisgæsla við sundlaug Afgreiðslustörf Aðstoð við viðskiptavini Þrif Hæfniskröfur: Hafa náð 18 ára aldri Standast hæfnispróf sundstaða Þjónustulund og lipurð í samskiptum Reynsla af sambærilegu starfi kostur Umsóknarfrestur er til 16. október 2018 Launakjör …