OneLandRobot tekinn í gagnið hjá Borgarbyggð

Í síðustu viku tók Borgarbyggð formlega í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. Fagaðilum var boðið til opnunar- og kynningarhófs í ráðhúsinu fimmtudaginn 21. mars síðastliðinn, þar sem sveitarstjóri veitti kerfinu formlega viðtöku og starfsmenn OneSystems kynntu kerfið.   OneLandRobot er ný, sjálfvirk útgáfa frá OneSystem. Markmið hugbúnaðarins er að gera byggingarleyfisumsóknaferlið skilvirkara og aðgengilegra fyrir húsbyggjendur …

Samfestingurinn

Samfestingurinn er árlegur viðburður á vegum Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Um fjögur þúsund ungmenni koma saman þessa helgina og skemmta sér saman, við fórum með 60 ungmenni úr Borgarbyggð á þessa hátið og voru þau öll til fyrirmyndar.      Hluti ungmenna frá Borgarbyggð gistu saman í Reykjavík eftir ballið á föstudeginum og voru þau mætt …

Götusópun í Borgarnesi og á Hvanneyri

Miðvikudaginn 27. mars er áætlað að sópa allar götur á Hvanneyri og í Borgarnesi. Íbúar eru vinsamlegast beðnir að tryggja að bílar standi ekki á götum til að verkið takist sem best til.

Rammaskipulag fyrir Brákarey

Rammaskipulag fyrir Brákarey Í kvöld, fimmtudaginn 28. mars kl 19:30, verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem kynnt verður tillaga að rammaskipulagi fyrir Brákarey, sem er á vinnslustigi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Hvað er rammaskipulag? Í skipulagslögum nr. 123 frá 2010 er rammahluti aðalskipulags skilgreindur á eftirfarandi hátt: Sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins …

Fréttir úr Frístund

Frístund í Borgarnesi hefur byrjað með nýja hefð að einu sinni í mánuði mætir leynigestur á svæðið og spjallar við krakkana. Fyrsti leynigesturinn var körfuboltastjarnan Sigrún Ámundadóttir og vakti það mikla lukku að fá svona flotta fyrirmynd að leika við sig. Í síðustu viku mætti Bjarni slökkviliðsstjóri til okkar á slökkviliðsbílnum, hann fór yfir helstu öryggisatriði með börnunum og fengu …

Skóladagur í Borgarbyggð

Allir skólar í Borgarbyggð efna til opins skóladags í Hjálmakletti og þér er boðið! Í HJÁLMAKLETTI FRÁ 13-15 Vítt og breitt um bygginguna verður margt forvitnilegt að sjá og hægt að kynnast gróskumiklu skólastarfi allra skólastiga í Borgarbyggð. Skólar kynna starfsemi og samstarf sín á milli með fjölbreyttum hætti. Boðið verður uppá bíósýningar, Lubbastundir og söngstundir fyrir gesti og gangandi. …

Bókun byggðarráðs v. Jöfnunarsjóðs

Framlögð bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna boðaðra skerðingar framlaga í Jöfnunarsjóð ásamt áætlun um áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Einnig var framlögð áætlun hagsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um líklegt tekjutap sveitarfélaga vegna áforma fjármálaráðuneytisins um frystingu framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Samtals henni mun tekjutap Borgarbyggðar vegna framkominna áætlana verða samtals rúmar 105 m.kr. Byggðarráð …

Umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi

Byggðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun á 483. fundi byggðarráðs Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur Alþingi til að gera nauðsynlegar endurbætur á frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi, sem það hefur nú til meðferðar, svo tryggt verði að lífsafkomu íbúa á þeim svæðum landsins, þar sem virði laxveiðiáa skiptir verulegu máli í viðhaldi búsetu og afkomu almennings, verði ekki ógnað. Á Vesturlandi nær …

Svæðistónleikar og lokahátíð Nótunnar 2019

Á þessum tónleikum koma nemendur fram frá eftirtöldum tónlistarskólum: Tónlistarskóla Borgarfjarðar Tónlistarskólanum á Akranesi Auðarskóla í Dalasýslu Tónlistarskóla Ísafjarðar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar Tónlistarskóla Stykkishólms Tónlistarskóla Vesturbyggðar Kynnir á tónleikunum verður sveitarstjórinn okkar Gunnlaugur A. Júlíusson Dagskráin er fjölbreytt og munu þrjú atriði af tónleikunum verða valin til þátttöku á lokahátíð Nótunnar sem verður í Hofi á Akureyri í byrjun apríl.

Lífsgleði og velgengni eftir pöntun

Lífsgleði og velgengni eftir pöntun 20. MARS KL. 20:00 Í HJÁLMAKLETTI Máttur orða og hugsana er meiri en við gerum okkur grein fyrir! Enginn annar en við sjálf getur ráðið því hvað við segjum og hugsum. Okkar er því valið í hvaða átt við viljum beina athyglinni, í átt að kyrrstöðu og erfiðleikum eða góðum árangri, lífsgleði og velgengni. Bergþór …