Dósamóttaka Öldunnar ásamt vinnustofu verður lokuð á morgun, miðvikudag, vegna starfsdags starfsfólks.
Kennarastaða við Grunnskólann í Borgarnesi
Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi Við leitum að öflugum einstaklingi í tímabundna stöðu frá og með 1. ágúst 2019 Smíðakennsla í 50% eða 100% stöðuhlutfall Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. Óskað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í virku …
Leikskólinn Andabær, Hvanneyri- staða sérkennslustjóra laus til umsóknar.
Um er að ræða 75% stöðu sérkennslustjóra og 25% staða sérkennara. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans. Helstu verkefni og ábyrgð: Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt leikskólastjóra. Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og …
Leikskólinn Andabær óskar eftir leikskólakennara.
Okkur vantar leikskólakennara í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% framtíðar stöðu. Einnig vantar í 100% afleysingastöðu í eitt ár v/ fæðingarorlofs. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli, Heilsuleikskóli og vinnum með verkefnið Leiðtoginn í mér, sjö venjur til árangurs …
Strandhreinsun í Borgarnesi
Norræni strandhreinsunardagurinn var laugardaginn 4. maí. Af því tilefni var í fyrsta sinn skipulögð strandhreinsun í Borgarnesi. Það voru um 20 manns á öllum aldri sem mættu á laugardagsmorgni í blíðskaparveðri vopnuð hönskum og sekkjum. Hópnum var skipt í tvo minni hópa sem skiptu með sér strandlengjunni. Talsvert magn af rusli safnaðist, plast var áberandi …
Hreinsunardagur á Hvanneyri
Laugardaginn 4. maí tóku íbúar á Hvanneyri sig til og hreinsuðu rusl á Hvanneyri. Um það bil 30 manns á öllum aldri mættu og var áhersla lögð á svæðið neðan við Ásveg, Halldórsfjós og gömlu skólabygginguna. Mikið safnaðist af rusli og að lokinni hreinsun var boðið upp á léttar veitingar í Skemmunni. Almennt var mikil …
Hvaða áhrif hefur neysla okkar á jörðina?
Í tilefni af hreinsunarátaki Borgarbyggðar vorið 2019 er boðið upp á fræðsluerindi frá Landvernd um áhrif neyslu okkar á jörðina, í Hjálmakletti fimmtudagskvöldið 9. maí kl. 20:00. Einnig er minnt á Íþróttafataskiptimarkað UMSB sama dag í Hjálmakletti.
Nýir íbúar við Borgarbraut
Glöggir vegfarendur í Borgarnesi hafa e.t.v. tekið eftir því að ný tré voru gróðursett við Borgarbraut, til móts við Hyrnutorg og Hótel B59, nú í byrjun maí. Tegundin sem um ræðir nefnist silfurreynir (latneskt heiti: Sorbus intermedia) og er fengin frá gróðastöðinni Nátthaga í Ölfusi. Garðyrkjufræðingurinn Ólafur Njálsson í Nátthaga fékk vefjaræktaðar smáplöntur af silfurreyni …
183. fundur sveitarstjórnar
FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 9. maí 2019 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál – skýrslur 1901025 – Skýrsla sveitarstjóra 2019 Almenn mál 1904018 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2018 1904019 – Útboð ljósleiðara í Andakíl 1903022 – Jarðstrengir og tréstaur fyrir fjarskiptasamband á Holtavörðuheiði 1710085 – Gagnstefna v. …
Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu
Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Helstu verkefni og ábyrgð: Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi við aðra starfsmenn Leiðbeina starfsfólki …