Í ljósi aukinna smita á landvísu eru íbúar og gestir í Borgarbyggð hvattir til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum.
Bættar upplýsingar um byggingarmál inn á heimasíðu Borgarbyggðar
Undanfarið hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til notenda á sviði byggingarmála.
Árleg inflúensubólusetning á HVE
Árleg bólusetning gegn influensu er að hefjast á HVE Borgarnesi í vikunni.
Afmælishátíð í Klettaborg í dag, 9. október
Það var haldið upp á afmæli leikskólans í dag, föstudaginn 9. október, en þann 11. október n.k. eru 42 ár síðan Klettaborg tók til starfa sem tveggja deilda leikskóli. Síðan þá hefur tvisvar sinnum verið byggt við skólann, árið 1991 og 2004.
Framkvæmdir við grunnskólalóðina á Hvanneyri
Undanfarna daga hafa starfsmenn áhaldahússins unnið hörðum höndum að lagfæringu á gunnskólalóðinni á Hvanneyri. Nú þegar er búið að helluleggja hluta af lóðinni og setja öryggismottur undir rólurnar á leiksvæðinu.
204. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
204. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fjarfundi í Teams, 8. október 2020 og hefst kl. 16:00
Þjónusta á byggingar- og skipulagsdeild á neyðarstigi almannavarna
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur verið ákveðið að frá og með 8. október verður ekki hægt að taka á móti íbúum og gestum á viðtalstímum byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu.
Flokkum rétt í grænu tunnuna
Undanfarið hefur það aukist að flokkun íbúa í grænu tunnuna er ekki samkvæmt reglum Íslenska Gámafélagsins. Svartir eða ógegnsæir pokar flokkast sem sorp
og eru ekki opnaðir eða settir inn á flokkunarlínuna hjá þeim. Það sem kemur í ógegnsæum pokum fer því í sorp.
Framkvæmdir hafnar við Borgarbraut
Í vikunni hófust framkvæmdir við Borgarbraut 37-55. Verktakar eru að taka upp gamla gangstétt og í framhaldi verða gamlar veitulagnir endurnýjaðar.
Mikil uppbygging á Hvanneyri
Á Hvanneyri hefur orðið mikil uppbygging undanfarin misseri, en á síðustu 1-2 árum hafa óvenju margar nýbyggingar risið á staðnum.