Næstkomandi sunnudag 18. des. kl. 16.00 mun Óskar Guðmundsson segja frá bók sinni BRAUTRYÐJANDANUM, ævisögu Þórhalls Bjarnasonar, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Krístín Á. Ólafssdóttir og Melkorka Óskarsdóttir syngja lög sem tengjast frásögninni.
Nýr gæludýraeftirlitsmaður norðan Hvítár
Nýr gæludýraeftirlitsmaður hefur tekið til starfa hjá Borgarbyggð. Guðmundur Skúli Halldórsson tekur við af Huldu Geirsdóttur og sinnir nú gæludýraeftirliti norðan Hvítár. Heimilt er að hringja beint í hann til að láta handsama lausa hunda og óskráða hunda og ketti. Sími Guðmundar Skúla er 892 5044. Einnig má nálgast upplýsingar hér á heimasíðu Borgarbyggðar: http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/hreinlaetismal/
Jafnvægi í rekstri Borgarbyggðar – fjárhagsáætlun 2012
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun árins 2012 á fundi sínum 8. desember s.l., en áætlunin hafði verið tekin til fyrri umræðu 17. nóvember. Á milli umræðna var unnið að því að draga úr þeim 45 milljóna halla sem var á rekstarniðurstöðu við fyrri umræða og skilaði sú vinna þeim árangri að við síðari umræðu var tillagan lögð fram með tekjuafgangi. …
Jólaútvarp Óðals
Árlegt jólaútvarp unglinga í Óðali hófst í dag kl. 10.00 með ávarpi útvarpsstjóra. Jólaútvarpið er sannkallaður gleðigjafi í skammdeginu þar sem boðið verður upp á skemmtilega þætti, tónlist og fróðleik fyrir alla aldurshópa ásamt frábærum heimasmíðuðum auglýsingum sem vakið hafa lukku. Íbúum hefur þótt gaman að heyra hvernig auglýsingar breytast og taka framförum á milli ára en fyrirtæki hafa tekið …
Safnað fyrir flygli í Hjálmaklett
Fréttatilkynning: Fjárfestum í flygli – Söfnunarátak hefst 9. desember Mennta-og menningarsalurinn í Hjálmakletti er glæsilegur og hentar mjög vel til tónleikahalds. Hinsvegar hefur vantað flygil í salinn til að hægt væri að nýta hann til fulls sem slíkan. Því hafa verið stofnuð grasrótarsamtök sem ætla að vinna að fjáröflun til þess að unnt verði að kaupa flygil í húsið. Ætlunin …
Vegna vatnstjóns í Logalandi
Vegna vatnstjóns í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal hafa tónleikar Tónlistarskólans sem vera áttu 10. og 13. desember verið færðir til. Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju föstudaginn 9. des. kl. 20.00 og í Þinghamri þriðjudaginn 13. des kl. 20.30. Þá fellur niður jólamarkaður sem vera átti í Logalandi næstkomandi laugardag. Enn er ekki útséð um skötuveislu sem áformuð var um aðra helgi …
Bókakynning í Landbúnaðarsafni
Fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 16.00 – 18.00 verður opið í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Þar mun Bjarni Guðmundsson kynna og árita bókina Alltaf er Farmall fremstur. Jólamarkaður Ullarselsins verður opinn á sama tíma. Sjá hér.
Menningarráð 10. des
Minnt er á að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Menningarráði Vesturlands fyrir árið 2012 rennur út 10. desember. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Umsóknir eru rafrænar á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands undir liðnum styrkveitingar.
„Það fæðist enginn atvinnumaður“
Þriðjudaginn 6. desember bjóða Ungmennafélögin Skallagrímur og Íslendingur og Hestamannafélagið Faxi fólki að hlýða á fyrirlestur Loga Geirssonar „Það fæðist enginn atvinnumaður“. Í fyrirlestrinum fer Logi yfir markmiðasetningu, mataræði, sjálfstraust, hugarfar og margt fleira sem vert er að huga að þegar við stefnum að ákveðnum markmiðum. Fyrirlesturinn sem verður í Hjálmakletti og hefst kl. 18.30 höfðar til allra aldurshópa og …
Stefnumótun í tómstundamálum
Vinnuhópur um stefnumótun í tómstundamálum í Borgarbyggð vill þakka fyrir góða þátttöku á íbúafundinum 1. september s.l. og þær athugasemdir sem í framhaldinu hafa borist. Skilaboðin eru gott leiðarljós í áframhaldandi vinnu en þar voru samræming og fjölbreytni efst á baugi. Í ljósi athugasemda hefur hópurinn ákveðið að bjóða þeim hagsmunaaðilum sem bera hita og þunga af íþrótta- og tómstundastarfi …