Frá leikfélagi MB Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir Stútungassögu, í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssoar, föstudaginn 23. mars í Hjálmakletti. Stútungasaga byggir á gamansaman hátt á fornsögunum, einkum Sturlungu. Bændur berjast og brenna bæi hvers annars, gifta syni sína og dætur eftir hentugleikum og skreppa í heimsóknir til konungshjónanna af Noregi inn á milli bardaga, bruna og brúðkaupa. Farið er vandlega í …
Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2012
Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin í Hjálmakletti fimmtudaginn 22. mars. Sýningar verða tvær, sú fyrri hefst kl. 16.30 og sú seinni kl. 18.30. Þema árshátíðarinnar í ár er heilbrigði og hollusta. Auglýsingu má sjá hér.
Afmælis- og árshátíð á Kleppjárnsreykjum
Afmælis- og árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum verður haldin fimmtudaginn 22. mars kl. 15.00. Skólinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli sínu og af því tilefni verður fyrirkomulag árshátíðarinnar með öðru sniði en undanfarin ár. Nemendur munu flytja mismunandi verk í skólahúsinu, stuttmyndir, viðtöl, ljósmyndir, afrekssögu nenenda, gera tískunni skil og margt fleira. Þá verða leikrit flutt á sviði í íþróttahúsinu. …
Laust störf við Grunnskóla Borgarfjarðar skólaárið 2012-2013
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir sérkennara við Kleppjárnsreykjadeild og deildarstjóra við Varmalandsdeild. Umsóknarfrestur er til 30.apríl 2012. Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/430-1500. Einnig er hægt að senda fyrspurn á netfangið inga@gbf.is
Fundi um landbúnaðarmál frestað
Íbúafundi um landbúnaðarmál sem halda átti þann 3. apríl næstkomandi er frestað til 17. apríl. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og verður auglýstur nánar þegar nær dregur.
Sumarstörf hjá íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar 2012
Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar auglýsa eftir sumarafleysingafólki í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Borgarnes: Laus störf 4 karla og 3 kvenna frá 4. júní til 31. ágúst. Kleppjárnsreykir: Karlmann frá 1. júní til 19. ágúst og konu í 6 vikur. Varmaland: Karl og konu frá 1. júní til 19. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Ingunn í síma 437 1444. Umsóknarfrestur er til 31. …
Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála
Menningarráð Vesturlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.( Styrkir sem Alþingi veitti áður) Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveiting miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is
Starf SAMAN-hópsins 2011
Samantekt af starfi SAMAN-hópsins fyrir árið 2011 er komin út. SAMAN-hópurinn tekur ár hvert saman yfirlit helstu verkefni hópsins, fjármál og annað það sem telst markvert úr starfi hópsins. Samantektina má nálgast hér.
Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2011
Árlega er tekin saman skýrsla um starf félagsþjónustu Borgarbyggðar. Skýrsluna fyrir árið 2011 má lesa hér.
Búsetuþjónusta fatlaðra
Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Leitað er eftir starfsfólki í sumarafleysingar og einnig í framtíðarstarf. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og vera með ökuréttindi. Tóbakslaus vinnustaður. Laun …