Hér má sjá fulltrúa þeirra sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenninguna í gær. Íris Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Borgarbyggðar tók við viðurkenningunni fyrir hönd sveitarfélagsins. Mynd: Silla Páls.

Borgarbyggð hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar þriðja árið í röð

  Borgarbyggð hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA við hátíðlega athöfn, en þetta er þriðja árið í röð sem sveitarfélagið hlýtur þessa viðurkenningu. Í ár voru 90 fyrirtæki, 16 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna en en Jafnvægisvogin hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Viðurkenninguna hljóta …

Stjörnuleikar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

Stjörnuleikar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi þann 19. október. Stjörnuleikar ,,Allir með“ verða haldnir í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 19. október á milli kl 11:30 og 13:00. Um er að ræða samstarfsverkefni UMSB, Borgarbyggðar og svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Vesturlandi. Þetta er skemmtilegur íþróttadagur hugsaður fyrir börn á öllum aldri með sérþarfir sem og þau börn sem hafa ekki fundið sig hingað …

269. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

269. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2,  fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Dagskrá 269. fundar Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.  

Íbúafundir vegna þjónustustefnu Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri. Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali …

Icelandic for beginners | islandzki dla początkujących

Símenntun á Vesturlandi er að hefja íslenskunámskeið fyrir byrjendur í Borgarnesi 7. október. Það fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30–20:00 á Bjarnarbraut _________________________________________________________________________________________________ Símenntun á Vesturlandi is starting an Icelandic course for beginners in Borgarnes on October 7th. The course takes place on Tuesdays and Thursdays from 17:30–20:00 at Bjarnarbraut 8. ___________________________________________________________________________________________________________ Kurs języka islandzkiego dla początkujących w …

Viltu vera með í Slökkviliði Borgarbyggðar?

Slökkvilið Borgarbyggðar leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til liðs við okkur.Boðið er upp á krefjandi en gefandi verkefni þar sem samvinna, þor og styrkur skipta öllu máli. Kynningarkvöld verður haldið á slökkvistöðinni í Borgarnesi á Sólbakka 13-15, þann 14. október n.k. kl. 20:00. Hæfniskröfur:Sveinspróf eða stúdentspróf er kosturMeirapróf (vörubifreið) er æskilegtGóð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagiGóður …

Ný aðstaða eykur öryggi slökkviliðsmanna og íbúa

Við Melabraut á Hvanneyri stendur nú yfir uppbygging á tæplega 1.700 fermetra límtréshúsi sem reist er úr yleiningum frá Límtré Vírnet. Húsið er í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. og verður nýtt undir iðngarða og að hluta sem slökkvistöð fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Í júlí síðastliðnum var undirritaður samningur um langtímaleigu fyrir starfsemi slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að hún flytjist …

Skemmdarverk á leikvöllum í Borgarbyggð

Undanfarið hefur orðið vart við skemmdarverk á nokkrum leikvöllum í Borgarbyggð. Í lok maí var meðal annars unnið tjón á Bjössaróló, og aftur upp úr miðjum júlí var þar orðið vart við frekari skemmdir. Í seinasta mánuði voru unnar skemmdir á leikvelli í Kvíaholtinu og nú hafa aftur verið unnin skemmdarverk á leikvellinum í Kjartansgötu. Borgarbyggð vinnur nú að því …

Umhirða og staðsetning íláta

Haustið er mætt með öllum sínum litum og veturinn ekki langt undan. Með haustlægðum og vetrarveðri fylgja ýmsar áskoranir í sorphirðu. Til að tryggja örugga og skilvirka þjónustu er mikilvægt að íbúar hafi eftirfarandi atriði í huga. Mikilvægt er að ílát standi sem næst götu eða í tunnuskýlum, svo starfsfólk þurfi ekki að bera þau langa leið og verði fyrir …