Síðastliðinn föstudag var sett upp gróðurhús frá Bambahús. Húsið er þrefalt með gróðurkerjum í vinnuhæð á sitthvorum endanum og í miðjunni er rými til að setjast niður, slaka á og njóta. Framundan er spennandi vor og sumar og hver veit nema við verðum með grænmetismarkað
Jólamarkaður Öldunnar 13. desember
Miðvikudaginn 13. desember mun Aldan vera með jólamarkað á vinnustofu sinni við Sólbakka 4 frá kl. 12.30 til 15.30 Þar mun Aldan selja kerti, nammi kransa, jólaskraut, skartgripi og fleira sem starfsmenn hafa búið til. Hlökkum til að sjá sem flesta ! Viðburðurinn er skráður á Facebook og hægt er að ýta hér til að skoða hlekkinn.
Skemmtileg sumardagskrá Öldunnar
Aldan var með skemmtilega dagskrá í sumar í samstarfi við Símenntun Vesturlands. Ákveðið var að fara í þrjú ferðalög. Í byrjun sumars var farið á Akranes að skoða vitann og í Guðlaugu á Langasandi. Ferðin endaði síðan með grilli í Garðalundi. Þá næst var stefnan tekin á Dalina, nánar tiltekið á Erpsstaði að skoða fjósið og smakka ís. Þá var …
Aldan festir kaup á æfingahjóli þökk sé framlag Spinnigal
Árið 2021 hjóluðu 18 hjólreiðagarpar og velunnar Spinnigal Hvanneyrarhringinn til styrktar Öldunnar, en stofnunin var á sínum tíma að safna fyrir kaup á tæki og hugbúnaði sem gerir iðkendum kleift að horfa á ferðarleiðir í sýndarheimi. Þetta verkefni spratt upp eftir að Guðmundur Stefán Guðmundsson, starfsmaður Öldunnar dreymdi að hann væri að hjóla frá Borgarnesi á Sauðarkrók og hóf í …