Aldan festir kaup á æfingahjóli þökk sé framlag Spinnigal

Árið 2021 hjóluðu 18 hjólreiðagarpar og velunnar Spinnigal Hvanneyrarhringinn til styrktar Öldunnar, en stofnunin var á sínum tíma að safna fyrir kaup á tæki og hugbúnaði sem gerir iðkendum kleift að horfa á ferðarleiðir í sýndarheimi. Þetta verkefni spratt upp eftir að Guðmundur Stefán Guðmundsson, starfsmaður Öldunnar dreymdi að hann væri að hjóla frá Borgarnesi á Sauðarkrók og hóf í kjölfarið að setja sér markmið og hjóla þessa vegalengd norður á æfingahjóli.

Viðburðurinn heppnaðist alveg ótrúlega vel. Starfsfólk Öldunnar mætti á staðinn og hvatti hópinn af stað frá Arion banka. Þar sem hópurinn var stór var lögreglan þeim innan handar til að gæta öryggi hópsins og loka fyrir umferð á fjölförnum vegum. Hópurinn stoppaði við Hvítárbrúnna og endaði í fótabaði í tjörninni á bakvið bankann.

Gaman er að segja frá því að Aldan hefur nú fjárfest í æfingahjól fyrir peninginn sem safnaðist. Keypt var þrekhjól með handhjóli, tæki sem gjarnan er notað á heilbrigðisstofnunum. Þá er einnig hægt að fjarlægja sætið svo hjólastóll komist að því. Stefnt er að því að kaupa fljótlega snjallbúnaðinn Motiview, sem einnig var safnað fyrir á sínum tíma.

Starfsfólk Öldunnar þakkar enn og aftur Spinnigal fyrir þetta frábæra framtak.