Allt í blóma hjá Öldunni

Síðastliðinn föstudag var sett upp gróðurhús frá Bambahús. Húsið er þrefalt með gróðurkerjum í vinnuhæð á sitthvorum endanum og í miðjunni er rými til að setjast niður, slaka á og njóta. Framundan er spennandi vor og sumar og hver veit nema við verðum með grænmetismarkað 🌻