Breyting á aðalskipulagi – Brákarey í Borgarnesi

febrúar 23, 2007
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey og deiliskipulag Brákarey, hafnarsvæði og lóð undir hreinsistöð fráveituvatns.
A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey-breytt landnotkun.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 1.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997.
Um er að ræða tillögu að breyttri landnotkun. Núverandi landnotkun eyjarinnar samkvæmt gildandi aðalskipulagi er blönduð landnotkun íbúðarbyggðar, stofnanasvæðis og verslunar og þjónustusvæðis. Breytingin , sem nær til afmarkaðs svæðis fremst á eyjunni og aðliggjandi hafsvæðis, er í því fólginn að skilgreina umrætt svæði sem hafnarsvæði þar sem byggð yrði smábátahöfn í áföngum. Auk þess er áformað að reisa skólphreinsistöð á fyrirhuguðu hafnarsvæði samkvæmt nánari útfærslu í deiliskipulagi. Er því sá hluti hafnarsvæðisins, sem nær yfir lóð hreinsistöðvarinnar, skilgreindur sem iðnaðarsvæði.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá
28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Athugasemdum skal skila inn á Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem eigi gerir athugasemd við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða tillögu af hafnarsvæði í Brákarey í Borgarnesi sem nær yfir núverandi viðlegukant á uppfyllingu, land upp af honum og aðliggjandi strandlengju. Ennfremur er á skipulagstillögunni sýnd lóð undir hreinsistöð fráveituvatns.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá
28.02.07 til 28.03.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04.2007.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur þeim.
Borgarnesi 20.02.2007
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
Borgarbyggðar.

Share: