Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið af fresta innheimtu fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli meðan að beðið er viðbragða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en nefndin hefur verið beðin að taka álagninguna til umfjöllunar.
Eins og kunnugt er hækkaði fasteignaskatturinn við það að álagningin færðist úr a-lið í c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Í Borgarbyggð fór álagningarprósentan úr 0,36% í 1,50% af fasteignamati hesthúsanna.