Nýverið samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að bjóða til sölu hluta af eignarhlut sínum í Faxaflóahöfnum, en sveitarfélagið á 4.84% í fyrirtækinu.
Á fundi borgarráðs í 09. febrúar samþykkti Reykjavíkurborg að gera tilboð í 0.7044 af eignarhluta Borgarbyggðar i Faxaflóahöfnun. Tilboðið í hlutinn hljóðar upp á kr. 75.000.000.-
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínumsama dag að taka tilboðinu. Samkvæmt sameignarsamningi um Faxaflóahafnir hefur fyrirtækið forkaupsrétt á hlutnum og var tilboðið því lagt fyrir stjórn Faxaflóahafna á fundi hennar í morgun.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að nýta ekki forkaupsréttinn.
Kauprétturinn mun því ganga til eigenda í samræmi við eignarhlut, en auk Borgarbyggðar og Reykjavíkur eru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur eigendur Faxaflóahafna. Eftir söluna verður eignarhlutur Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum 4,1356%.
Borgarbyggð mun nýta andvirði sölunnar til að fjármagna lánveitingu að upphæð kr.75.000.000.- til Orkuveitu Reykjavíkur.