Forvarnafræðsla í boði Ungmennafélags Stafholtstungna

febrúar 10, 2015
Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar verður nemendum í 7.-10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar boðið upp á forvarnafræðslu um netöryggi. Um fræðsluna sér Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur stuttmyndanna „Fáðu já!“ og „Stattu með þér“, Þórdís kemur frá Saft.is
Forvarnarfræðslan er í boði Ungmennafélags Stafholtstungna og fer fram á skólatíma.
Fræðsla fyrir forráðamenn og alla starfsmenn skólans er svo kl. 16:00 – 17:30 á Varmalandi.

Allir foreldrar og forráðamenn velkomnir.
 
 

Share: