Loftslagsstefna Borgarbyggðar

maí 25, 2022
Featured image for “Loftslagsstefna Borgarbyggðar”

Þann 12. maí síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrstu loftslagsstefnu fyrir Borgarbyggð.

Umhverfis-og landbúnaðarnefnd hefur unnið að stefnunni um nokkurt skeið. Stefnan var tekin fyrir í öllum fastanefndum og ýmsum ráðum sveitarfélagsins til umfjöllunar og samráðs og að því ferli loknu var stefnan ásamt aðgerðaáætlun samþykkt. Stefnan er yfirlýsing sveitarfélagsins um að Borgarbyggð ætlar að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum og að sveitarfélagið mun leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar til að markmiðum Parísarsamningsins verði náð.

Stefnan tekur til reksturs sveitarfélagsins og fram til ársins 2030 mun Borgarbyggð draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna eigin reksturs um 40% miðað við árið 2019 og stefnt er að kolefnishlutlausum rekstri sveitarfélagsins árið 2040.

Stefnan tekur til allra stofnana í rekstri sveitarfélagsins og áhersluflokkarnir eru landnotkun, samgöngur, úrgangsmál, orkunotkun og vitundarvakning.

Aðgerðaáætlun sem fylgir stefnunni verður endurskoðuð árlega.

Lesa má stefnuna hér


Share: