Dagur leikskólans á morgun 6. febrúar

febrúar 5, 2008
Menntamálaráðuneyti, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa tekið höndum saman um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert, 6.
febrúar, til að stuðla að og hvetja til jákvæðrar umræðu um starfsemi leikskóla, um starf leikskólakennara og mikilvægi skólans fyrir skólakerfið í heild.
„Dagur leikskólans“ verður því haldinn í fyrsta sinn miðvikudaginn 6. febrúar 2008. Af því tilefni verður bæklingi dreift til foreldra allra leikskólabarna í landinu.
Í tilefni dagsins verður opið hús í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi kl. 14:30-16:30. Börnin bjóða foreldrum og öðrum áhugasömum að skoða leikskólann. Söngstund verður í salnum kl. 15.00. Til sýnis verða verk barnanna og myndir úr starfinu og boðið verður upp á kaffi og kökur sem börnin hafa bakað. Allir velkomnir.
 
Opið hús verður jafnframt í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni klukkan 14 og ball á eftir.
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri ætlar að hafa opið hús föstudaginn 8. febrúar í tilefni dags leikskólans og bjóða upp á kaffi og með því.
 

Share: