Gæludýraeftirlitsmaður hefur verið ráðinn hjá Borgarbyggð

febrúar 5, 2008
Sigurður Halldórsson á Gullberastöðum í Lundarreykjadal hefur verið ráðinn gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar. Hlutverk eftirlitsmanns er að sjá til þess að reglum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sé framfylgt. Sigurður mun sinna eftirliti í Borgarnesi, á Bifröst, Varmalandi, Reykholti, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Handsömuð dýr verða héðan í frá vistuð að Gullberastöðum. Frekari upplýsingar er að finna undir hreinlætismál á heimasíðunni. Sjá hér.
 

Share: