Laust starf skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar

maí 5, 2021
Featured image for “Laust starf skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar”

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskornum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Tónlistarskóli Borgarfjarðar er starfræktur samkvæmt lögum nr. 75/1985. Tónlistarskóli Borgarfjarðar gegnir fjölbreyttu hlutverki í Borgarbyggð. Hann stuðlar að öflugu tónlistarlífi í sveitarfélaginu. Jafnframt vinnur hann að því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga.

Erum við að leita að þér?

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ

  • Ber rekstrarlega ábyrgð á starfsemi skólans í samræmi við samþykktir sveitarstjórnar.
  • Ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans í samræmi  við lög og reglugerðir
  • Ráðstafar vinnu kennara til þeirra faglegu starfa og verkefna sem starfsemi skólans kallar á.
  • Skipuleggur tónleikahald og viðburði tónlistarskólans.
  • Tekur þátt í samstarfi við aðra skóla og stofnanir í Borgarbyggð.
  • Leiða áframhaldandi þróunarstarf með skólann með það að leiðarljósi að fjölga listgreinum við skólann og útvíka starfsemina.
  • Önnur þau verkefni sem honum eru falin.

MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR

  • Framhaldsmenntun á sviði tónlistar.
  • Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi.
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis-menntunarfræði kostur.
  • Reynsla af rekstri æskileg.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Leiðtogahæfileikar.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum eða viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@borgarbyggd.is. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Fjölskyldusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 20. maí 2021

Nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar  netfang: hlodver.gunnarsson@borgarbyggd.is   – símanúmer: 433-7100

 


Share: