Fjölbreytt og áhugaverð störf eru í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru með lögheimili í Borgarbyggð og eru í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við stjórnvöld til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf.
STÖRFIN:
1. Umhverfi:
- Fegrun umhverfis í Borgarbyggð, gróðursetning, gróðurumhirða, göngustígagerð og hreinsun.
- Almennt viðhald og fjölbreyttar verklegar framkvæmdir.
2. Félagsmál:
- Sumarvinir einstakra barna í Sumarfjöri.
- Aðstoð við félagslega þátttöku eldri borgara, fatlaðra og öryrkja.
3. Stefnur og aðgerðir
- Stefna í samfélagslegri ábyrgð, aðgerðaráætlun og innleiðing.
- Stefna og aðgerðaráætlun í starfrænni stefnumótun.
- Stefna og verklagsreglur í skjalastjórnun.
- Aðgengisfulltrúi sem tekur út aðgengismál hjá sveitarfélögum með áherslu á manngert umhverfi – byggingar og útisvæði með tilliti til aðgengis fatlaðs fólks.
HÆFNI:
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Stundvísi.
FREKAR UM STÖRFIN:
- Skilyrði er að umsækjendur hafi stundað nám á vorönn 2021 og/eða séu skráðir í nám á haustönn 2021 og þurfa að skila inn staðfestingu þess efnis áður en þeir geta hafið störf.
- Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu og verði 18 ára á árinu eða eldri.
- Ráðningartíminn er að hámarki tveir og hálfur mánuður innan tímabilsins 15. maí – 15. september- 2021.
- Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku og er nýr umsóknarfrestur til og með 14. maí nk.
- Umsóknir berist á netfangið atvinna@borgarbyggd.is Með umsókn skal fylgja feril- og eða námskrá, vottorð um nám á vorönn 2021 eða staðfesting á skráningu í nám haustönn 2021. Kynnisbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
- Umsækjendur þurfa að tilgreina hvað starf verið sé verið að sækja um.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Launakjör eru skv. Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.