Laust starf þroskaþjálfa í 80 % stöðu

júlí 30, 2020
Featured image for “Laust starf þroskaþjálfa í 80 % stöðu”

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fjölbreytt nálgun í þjálfun og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, deildarstjóra og foreldra.
  • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við kennara og deildarstjóra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda.
  • Jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Jákvæðni, sveigjanleika og góða samskiptahæfni.

Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst nk. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst.

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans, sjá nánar hér

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra helga@gbf.is með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri s. 433-7301 og 861-1661 eða í netfang helga@gbf.is.

 


Share: