Staða deildarstjóra er laus til umsóknar í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leiða áfram og taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2020.
Hlutverk deildarstjóra er að annast daglega verkstjórn á deildinni og ber hann ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni. Hann ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans. Hann starfar í stjórnandateymi leikskólans og sér um miðlun upplýsinga.
Menntun og hæfnikröfur:
- Leikskólakennaramenntun
- Stjórnunarreynsla
- Jákvæðni, góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Metnaður og fagmennska
- Áhugi á starfi með börnum og faglegur metnaður til að þróa öflugt skólastarf
Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til 17. júní.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun, fyrri störfum, meðmælendum og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Umsóknir skulu berast til leikskólastjóra á netfangið klettaborg@borgarbyggd.is