Vegna stækkunar og endurbóta verður þreksalur íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi lokaður frá og með miðvikudeginum 29. janúar. Auk stækkunar verður skipt um gólfefni í salnum, hann málaður og jafnvel er von á nokkrum nýjum tækjum. Áætlað er að þreksalurinn verði lokaður í a.m.k. fjórar vikur.