Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir 17 ára ungmenni og námsmenn 18 ára og eldri sem eru með lögheimili í Borgarbyggð og eru á milli anna í námi.
Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun. Borgarbyggð leitar eftir námsmönnum í umhverfisstörf, störf við félagsmál sem snúa að sértækri þjónustu við íbúa og skjalaskráningu.
Auk þess er einnig verið að leitað eftir námsmönnum í nýsköpunarstörf.
Nánari upplýsingar hér:
- Störf fyrir 17 ára ungmenni
- Störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri
- Nýsköpunarstörf fyrir námsmenn í grunn- og meistaranámi
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri á netfanginu ingibjorg@borgarbyggd.is Hægt er að sækja um störfin á þjónustugátt Borgarbyggðar og er umsóknarfrestur um störfin framlengdur til og með 3. júní maí nk.