Laust starf yfirflokkstjóra Vinnuskólans í Borgarnesi

apríl 28, 2020
Featured image for “Laust starf yfirflokkstjóra Vinnuskólans í Borgarnesi”

Laust er 100% starf yfirflokkstjóra Vinnuskólans í Borgarnesi. Yfirflokkstjóri er framvörður í sumarstarfi Vinnuskólans og stjórnar og samræmir vinnu leiðbeinenda sem hann hefur umsjón með.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggur störf vinnuskólans með tómstundafulltrúa
  • Vinnur í góðu samstarfi við áhaldahús
  • Leiðbeinir nemendum
  • Er í góðum samskiptum við foreldra vinnuskólanemenda
  • Á í samskipti við ýmsar stofnanir sem tengjast vinnuskólanum
  • Ber ábyrgð á að halda utan um vinnustundir nemenda
  • Skilar greinargerð um sumarstarfið

Hæfniskröfur og skilyrði:

  • Hafa náð 20 ára aldri
  • Áhugi á að vinna með unglingum
  • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar

Ráðningartímabilið er frá 2. júní – 21. ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa á siggadora@umsb.is sem veitir nánari upplýsingar um störfin.

Umsóknarfrestur er til og með 7.maí 2020


Share: