Verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála ráðinn til starfa

ágúst 15, 2019
Featured image for “Verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og menningarmála ráðinn til starfa”

Nýtt starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð var auglýst laust til umsóknar á dögunum. Alls bárust 14 frambærilegar umsóknir um starfið.

Eftir úrvinnslu umsókna var ákveðið að ráða Maríu Neves í starfið. María lauk BA prófi í Miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst árið 2018 og stundar nú meistaranám í markaðsfræði. Einnig hefur María Gdip próf í Viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum.

María hefur unnið sem verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað við viðburðastjórnun, kynningar- og markaðsmál, stafræna markaðssetningu, auglýsingagerð, upplýsingatækni og innri og ytri samskiptamál frá árinu 2016 en starfaði áður hjá Ritara ehf. og Iceland Travel sem samfélagsmiðlafulltrúi og verkefnastjóri við upplýsinga-, auglýsinga- og markaðsmál frá árinu 2012. María mun hefja störf um miðjan september.


Share: