Starfið að hefjast í Tónlistarskólanum

ágúst 16, 2019

Nú styttist í að starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar byrji þetta haustið. Kennarahópurinn er að mestu sá sami, en nýir kennarar munu bætast í hópinn, þau Sigurþór Kristjánsson (Sissi), Soffía Björg Óðinsdóttir og Steinunn Pálsdóttir. Sissi mun kenna á trommur, Soffía mun aðallega kenna söng og Steinunn aðallega á gítar.

Unnt er að bæta við nokkrum nýjum nemendum á flest hljóðfæri og því um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband við skólastjóra sem fyrst í síma 433 7190 / 864 2539 eða senda tölvupóst á tonlistarskoli@borgarbyggd.is.
Hér má finna umsóknareyðublað:
https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=32&periodId

Starfið hefst í næstu viku, á fimmtudag og föstudag er stundatöflugerð með nemendum, síðan hefst kennslan samkvæmt stundatöflu mánudaginn 26. ágúst.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 7190 / 864 2539.


Share: