Matráður óskast í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi

apríl 8, 2019
Featured image for “Matráður óskast í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi”

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Klettaborg. Um er að ræða 100% starf frá 8.00-16.00. Um framtíðarstarf er að ræða frá 1. ágúst 2019.

Leikskólinn er heilsueflandi leikskóli og unnið er eftir matseðlum frá Samtökum heilsuleikskóla og Handbók fyrir leikskólaeldhús. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.  

Helstu verkefni:

  • Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu
  • Sér um innkaup og pantanir á mat og hreinlætisvörum
  • Umsjón með kaffistofu og þvottahúsi
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
  • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Menntun á sviði matreiðslu og reynsla af sambærilegu starfi kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2019 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið klettaborg@borgarbyggd.is

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.


Share: