Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2019. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 71 árs og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi.
Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 21. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október.
Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga.
Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 71 árs eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín.
Einnig geta þeir sem eru orðnir 71 árs eða eldri afþakkað greiðsluseðla.
Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna.
Borgarnesi 21. janúar 2019.
Skrifstofa Borgarbyggðar