Framhaldsprófstónleikar

apríl 24, 2018
Featured image for “Framhaldsprófstónleikar”

Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir píanóleikari heldur framhaldsprófstónleika í Reykholtskirkju næstkomandi sunnudag, 29. apríl, kl. 14:00. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Haydn, Grieg, Debussy og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þorbjörg Saga hefur stundað píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá árinu 2006 og hefur Dóra Erna Ásbjörnsdóttir verið kennari hennar frá upphafi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis


Share: