Ófærð og illviðri

febrúar 8, 2018
Featured image for “Ófærð og illviðri”

Nú kyngir niður snjó um allt sveitarfélagið og þörfin fyrir snjómokstur er víða.  Unnið er að mokstri og eru vegir og götur rudd þegar best þykir m.a. út frá snjóþyngslum og veðráttu.

Ekki er hægt að gera ráð fyrir að allir vegir í dreifbýli og götur í þéttbýli séu greiðfærar öllum stundum og því  eru íbúar beðnir að huga að veðri og færð áður en lagt er af stað og fylgjast með veðurspá.

Íbúar í dreifbýli eru beðnir að hafa samband við snjómokstursfulltrúa á sínu svæði vegna athugasemda og óska er varða snjómokstur.

Snjómokstursfulltrúar veturinn 2017-2018:

Hraunhreppur, Álftaneshreppur: Finnbogi Leifsson, Hítardal, s. 437-1715/862-1715

Kolbeinsstaðahreppur: Ólafur Sigvaldason, Ásbrún, s. 661-9860 Borgarhreppur, Stafholtstungur, Norðurárdalur og Þverárhlíð: Jósef Rafnsson, Svarfhóli s. 893-4019 Hálsasveit, Hvítársíða, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll: Embla Guðmundsdóttir Kleppjárnsreykjum, s. 691-1182

Sjá má ýmsar upplýsingar um snjómokstur í Borgarbyggð hér að neðan.

Snjómokstur2018_avef


Share: