Æskulýðsball í Hjálmakletti

nóvember 28, 2017
Featured image for “Æskulýðsball í Hjálmakletti”

Hið árlega Æskulýðsball var haldið 9.nóvember sl. í Hjálmakletti. Félagsmiðstöðin Óðal stendur fyrir ballinu sem er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk á Vesturlandi. Þátttakan er ávallt góð en um 350 ungmenni komu frá Vesturlandi í Borgarnes og skemmtu sér saman. Æskulýðsballið fór mjög vel fram og voru unglingarnir alveg til fyrirmyndar. Unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Óðal sáu um undirbúning og skipulag. DJ Snorri Ástráðs, Jói Pé og Króli sáu um tónlist og tæknimenn voru þeir Axel Stefánsson og Halldór Kristján.

 


Share: