„Við hönnun á yfirborði Kveldúlfsgötu í Borgarnesi var gert ráð fyrir tveimur gatnaþrengingum fyrir gangandi vegfarendur við götuna. Önnur var áformuð við Kveldúlfsgötu nr. 5 og hin við Kveldúlfsgötu nr. 19. Markmið gatnaþrenginga er að draga úr umferðarhraða og minnka þannig slysahættu við götuna. Vegna ábendingu frá íbúum við götuna hefur verið hætt við fyrirhugaða þrengingu við Kveldúlfsgötu nr. 5, þar sem staðsetning hennar reyndist vera óhentug með hliðsjón af nálægri umferð.“