Rusl á gámasvæðum

ágúst 4, 2017
Featured image for “Rusl á gámasvæðum”

Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar ábendingar um slæma umgengni við gámastöðvar í héraðinu. Það ber að þakka að slíkar ábendingar berist því öll viljum við að sé gengið vel um. Sérstaklega hefur slæm umgengni verið áberandi við gámastöðvarnar við Gufuá og Grímsstaði þar sem hrúgað er við gámana allskyns drasli sem þar á ekkert heima. Þar má t.d. nefna málma, raftæki, húsgögn, spilliefni, rafgeyma, trjágróður og fleira sem á ekkert heima á þessum stöðvum. Umgengni af þessu tagi fylgja bæði óþrif og verulegur kostnaðarauki. Einnig ber nokkuð á því af og til að það sé komið með úrgang utanaðfrá og hann skilinn eftir við þau gámasvæði Borgarbyggðar sem eru eftirlitslaus. Við því er hægt að bregðast á ýmsan hátt sem verður gert því það er bæði Borgarbyggð og Íslenska Gámafélaginu, sem annast sorphirðuna, til ama að gámasvæðin líti út á þennan hátt. Gámastöðin við Gufuá var að sögn ÍGF tæmd laugardaginn 29. Júlí. Tveimur sólarhringum seinna var ástandið orðið slæmt eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd sem var tekin mánudaginn 31. júlí. Að lokum er rétt að upplýsa að það verða settir aukagámar við Gufuá og Húsafell um verslunarmannahelgina í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir gámar sem þar eru fyrir yfirfyllist með tilheyrandi sóðaskap.


Share: