Tímabundin ráðning sviðsstjóra

apríl 28, 2017
Featured image for “Tímabundin ráðning sviðsstjóra”

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 27. apríl sl. var ákveðið að ganga til samninga við Gísla Karel Halldórsson, verkfræðing og forstöðumann skrifstofu Verkís í Borgarnesi, um að taka að tímabundið við stöðu sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs í Borgarbyggð. Um er að ræða hlutastarf sem mun standa yfir í átta mánuði eða fram til næstu áramóta. Einnig var samþykkt að Verkís kæmi þar til viðbótar með sérfræðiþekkingu í 20% starfshlutfall sem mun fyrst og fremst nýtast við vinnslu og úrlausn verkefna sem tengjast skipulags- og byggingarmálum.


Share: