Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfstími er á tímabilinu frá 15. maí 2017 – 15. september 2017.
Helstu verkefni:
Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum.
Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss.
Hæfniskröfur
Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium.
Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur.
Lágmarksaldur 18 ára.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar sími 892 5678.
Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar til gudrunh@borgarbyggd.is.