150 ára afmæli Borgarness

febrúar 21, 2017
Featured image for “150 ára afmæli Borgarness”

Þann 22. mars n.k. verða liðin 150 ár síðan Borgarnes fékk verslunarréttindi. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun halda hátíðarfund í Kaupangi, elsta húsi Borgarness kl. 15:00 í tilefni dagsins. Kl. 17:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem myndir fjögurra ljósmyndara frá ýmsum tímum í sögu Borgarness verða sýndar.

Þann 29. apríl n.k. verður haldin hátíðasamkoma í Hjálmakletti í Borgarnesi þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun heiðra samfélagið með nærveru sinni. Honum verður m.a. afhent fyrsta einstakið af Sögu Borgarness sem verið er að leggja síðustu hönd á fyrir prentun. Dagskrá hátíðahaldanna verður betur kynnt síðar.


Share: