Undirbúningur að lagningu ljósleiðara

janúar 13, 2017
Featured image for “Undirbúningur að lagningu ljósleiðara”

Unnið hefur verið að undirbúningi að lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð frá því í umræða hófst af alvöru um þessi mál sl. sumar. Sökum þess að afgreiðsla fjárlaga dróst þá seinkaði því að opnað væri fyrir umsóknir í Fjarskiptasjóð um styrki til lagningar ljósleiðara á vegum sveitarfélaganna. Fyrirkomulaginu hefur verið breytt á þann hátt að nú koma um 90 m.kr. í hlut hvers svæðis samtaka landshlutasamtaka í stað þess að úthlutað væri úr einum landspotti eins og áður. Þessi seinkun varð til þess að Guðmundur Daníelsson náði að koma umsókn um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð inn fyrir tilskilinn frest. Það liggur fyrir þann 17. janúar hvort umsóknin verður metin þannig að óskað verði eftir frekari fjárhagsupplýsingum og hún komi þannig til greina við úthlutun styrkja. Niðurstaðan úr því liggur fyrir í lok mánaðarins. Það er mikill áfangi að það hafi náðst að vinna umsóknina fyrir tilskilinn tíma því þá er Borgarbyggð komin í hóp þeirra sveitarfélaga sem keppir um tiltækt fjármagn. Athygli vekur í þessu sambandi að í máli nýs forsætisráðherra hefur komið fram að ljúka eigi lagningu ljósleiðara um landið á næsta kjörtímabili.(GAJ)


Share: