Fréttir af skólastarfi í Borgarbyggð

desember 27, 2016
Featured image for “Fréttir af skólastarfi í Borgarbyggð”

Út er komið tímaritið Skólaþræðir, en það er tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróunSamtökin eru umræðu- og samstarfsvettvangur fólks sem hefur áhuga á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum.

Í fyrsta tölublaði tímaritsins má finna annars vegar grein um jólaútvarp Grunnskólans í Borgarnesi, Útvarp Óðal fm 101,3 eftir Kristínu M. Valgarðsdóttir deildarstjóra.

Hins vegar má þar finna grein eftir Helgu J. Svavarsdóttir deildarstjóra Hvanneyrardeildar GBF um þrjú áhugaverð verkefni sem unnin eru í skólanum.

Íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að kynna sér efni greinanna sem aðgengilegar eru á  http://skolathraedir.is/


Share: