Í gærkvöldi (24.10.) var haldinn fyrri fundurinn um ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð. Var hann haldinn í Brúarási og var hann fjölsóttur og góður. Seinni fundurinn er í kvöld (25.10.) í Lyngbrekku og hefst hann kl. 20. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi Borgarbyggðar í þessum málum mætir á fundinn.
Myndin er frá fundinum í Brúarási (Geirlaug J.)