Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að taka upp fundi sveitarstjórnar og hafa upptökurnar aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar.
Þetta var gert í fyrsta sinn á 71. fundi sveitarstjórnarinnar sem haldinn var 13. janúar.
Hljóðupptakan er aðgengileg á sama stað og skrifaða útgáfa fundargerðar fundarins og er hægt að smella hér til að sjá fundargerðina.
Byrjunin á þessu gekk þó ekki alveg hnökralaust og urðu tæknileg vandamál þess valdandi að upptakan misfórst í u.þ.b. 10 mínútur snemma á fundinum. Vonandi verður hægt að koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig.