Heimasíða Borgarbyggðar

september 6, 2016
Featured image for “Heimasíða Borgarbyggðar”

Ný heimasíða Borgarbyggðar tekin í notkun sl. vor. Notendur fundu fljótt fyrir því að hún var þung í uppkeyrslu og því hefur verið unnið að því í sumar að komast fyrir ástæður þess að svo var. Nú hefur verið komist fyrir vandann og ætti þar með að vera úr sögunni. Nú tekur við vinna við að gera hana enn notendavænni þannig að upplýsingar á henni verði sem aðgengilegastar. Heimasíðan verður í sífelldri þróun og mun verða lögð á það áhersla að notendur geti á einfaldan hátt nýtt sér þá möguleika sem rafræn samskipti bjóða upp á í gegn um Íbúagáttina. Þá er að því stefnt að allar umsóknir verði rafrænar.


Share: