Slökkvilið Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir starfskröftum í störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna á slökkvistöðinni í Borgarnesi.
Fyrir ráðningu er eftirfarandi.
- Vera orðin fullra 20 ára.
- Búseta í Borgarnesi.
- Hreint 24 mánaða sakavottorð.
- Vera andlega og líkamlega hraustur.
- Hafa góða sjón, heyrn og rétt litarskyn.
- Aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, mikill kostur þó ekki skilyrði
- Vera ekki haldin lofthræðslu né innilokunarkennd.
- Iðnmenntun eða sambærilegt nám mikill kostur, þó ekki skilyrði
Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til þess að sækja um laus störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá slökkviliði Borgarbyggðar.
Öllum umsóknum verður svarað.
Laun og launakjör eru samkvæmt samningi Landssambands Slökkviliðs-og Sjúkraflutningamanna og Launanefndar Sveitarfélaga
Allar nánari upplýsingar veitir
Bjarni K Þorsteinsson
Slökkviliðsstjóri
Sími 862 6222 eða bjarnikr@borgarbyggd.is