Jacek í Borgarneskirkju

september 1, 2016
Featured image for “Jacek í Borgarneskirkju”

Sunnudaginn 4. september kl. 17:00 flytur Jacek Tosik-Warszawiak píanóverk eftir Chopin. Einnig munu hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson syngja nokkur íslensk og erlend lög með honum á tónleikunum.

 Tónleikana heldur Jacek til minningar um vin sinn Magnús Valsson sem lést fyrr á þessu ári.

 Jacek er Borgfirðingum að góðu kunnur, hann kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, stjórnaði Karlakórnum Söngbræðrum og var virkur i tónleikahaldi í hérlendis á árunum 1992-2001. Hann starfar nú við tónlistarkennslu og tónleikahald í Póllandi og víðar.

 Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Tonleikar-Jacek


Share: