Lýsing á tillögu að deiliskipulagi í Borgarbyggð

janúar 14, 2013
Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum í landi Hamars í Borgarbyggð sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og voru þau samþykkt á 90. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 13.09.2012.
Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga nær m.a. til 272 hektara svæðis sem var friðlýst af umhverfisráðherra árið 2006 en í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er svæðið skilgreint sem náttúruverndarsvæði og landbúnaðarsvæði.
Markmið skipulagsins er m.a. að lagfæra aðkomuveg, útbúa bílastæði, fjölga gönguleiðum, breyta reiðleiðakerfi á svæðinu, byggja upp áningastað fyrir hestamenn, skilgreina lóðir og byggingarreiti ofl.
Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá 14. – 28. janúar 2013 á skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eigi síðar en 28. janúar 2013 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagstillöguna og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.
Borgarbyggð í janúar 2013
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi
 

Share: