Í dag, 27. Maí, var Leiðtogadagurinn haldinn á leikskólanum Andabæ. Að þessu sinni var fulltrúum skóla og fyrirtækja á staðnum boðið í heimsókn. Börnin tóku á móti gestunum og buðu þeim í salinn þar sem börnin sungu tvö lög. Að því loknu voru það leiðsagnarleiðtogar sem leiddu gestina um leikskólann og kynntu starfið sem þar fer fram. Að lokum var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í salnum og fengu að sjá leiðtogamyndband sem unnið hefur verið að í Andabæ.
Við þökkum öllum fyrir frábæran dag
Kveðja frá leiðtogunum í Andabæ