Íbúagáttin

maí 20, 2016

Nú er hægt að fylla út, og senda, flestar umsóknir til Borgarbyggðar rafrænt úr íbúagáttinni en aðgengi að henni er að finna neðst hægra megin á forsíðunni og einnig opnast hún þegar valið er umsóknareyðublað. Til þess að tengjast íbúagáttinni þarf annað hvort rafræn skilríki eða s.k. Íslykil. Um hann er sótt til Þjóðskrár. Þegar umókn hefur borist Borgarbyggð fá umsækjendur sendan staðfestingarpóst þar um. Síðan er unnt að fylgjast með ferli umsókóknar innan stjórnsýslunnar. Þess má vafalaust vænta að einhverjir byrjunarörðugleikar láti á sér kræla en vonandi slípast það fljótt til.


Share: