SAMRÁÐSFUNDUR – fólk með fötlun

apríl 13, 2016

Velferðarnefnd Borgarbyggðar boðar til samráðsfundar um þjónustu við fólk með fötlun. Fundurinn verður haldinn MÁNUDAGINN 18. apríl, 2016 kl. 16:30, – í salnum uppi á Borgarbraut 65a (háa blokkin bak við Heilsugæsluna).
Þeir sem nota þjónustuna vita best hvað betur má fara og eru notendur, foreldrar og aðrir aðstandendur sérstaklega hvattir til að mæta, en fundurinn er öllum opinn.

Velferðarnefnd Borgarbyggðar


Share: