Fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum, foreldra, kennara og aðra sem hafa áhuga
- Hvað get ég gert til að létta mér námið?
- Hvaða námstækni er góð fyrir nemendur með dyslexíu?
- Hvaða forrit eru til sem hjálpa?
- Hvað er snjallpenni og hvernig virkar hann?
- Hvernig virkar Hljóðbókasafnið og hvernig fæ ég aðgang?
- Hvað er dyslexía?
Á kynningunni verður fjallað stutt um námstækni og tæknimál sem hjálpað geta nemendum í námi. Eins verður farið yfir hvaða leiðir Menntaskóli Borgarfjarðar hefur til að koma til móts við nemendur með lestrarörðugleika.
Leiðbeinendur eru Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra á Íslandi, Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi og Ásta Björk Björnsdóttir sérkennsluráðgjafi.
Kynningin verður haldin 18. apríl 2016 kl 16:30- 18:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar, stofu H-100.
Kynningin er öllum opin; nemendum sem greindir hafa verið með dyslexíu, þeim sem glíma við vægari lestrarörðugleika og öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu.
Frítt inn og allir velkomnir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á astabjork@borgarbyggd.is