Allt stefnir nú í metaðsókn í sumar í sundlauginni Borgarnesi og hafa gestakomur flestar helgar í sumar verið hátt í tvö þúsund talsins.
Endurbótum á eimbaði og heitum potti er loksins lokið og slær nýtt kraftmikið heilsunudd í potti tvö alveg í geng. Framkvæmdir töfðust um mánuð m.a. vegna þess hve mikil atvinna er fyrir iðnaðarmenn á svæðinu.
Í dag sunnudag þegar þetta er ritað voru um 800 manns í sundi og sleiktu sólina í orðsins fyllstu merkingu.
Velkomin í sund og sól.
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi.
ij.