Nú er gott veður í Borgarfirði og veðurspáin góð fyrir helgina. Reikna má með að fjöldi fólks leggi leið sína um héraðið og hvetjum við alla til að fara varlega í umferðinni.
Við bjóðum alla velkomna og minnum á þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem er að finna í Borgarfirði.